22.10.1963
Sameinað þing: 5. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 267 í B-deild Alþingistíðinda. (244)

1. mál, fjárlög 1964

Forseti (BF):

Umr. verður hagað þannig, að fyrst flytur fjmrh., Gunnar Thoroddsen, framsöguræðu um fjárlagafrv., og er ræðutími hans ekki takmarkaður, síðan hafa Alþb., Alþfl. og Framsfl. til umráða 30 mín. hver, og að endingu hefur fjmrh. rétt til stundarfjórðungs svarræðu. Ræðumenn, auk fjmrh., verða Lúðvík Jósefsson, 5. þm. Austf., af hálfu Alþb., Gylfi Þ. Gíslason menntmrh. af hálfu Alþfl. og Eysteinn Jónsson, 1. þm. Austf., af hálfu Framsfl. — Nú tekur hæstv. fjmrh., Gunnar Thoroddsen, til máls.