13.05.1964
Sameinað þing: 78. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 230 í D-deild Alþingistíðinda. (2598)

163. mál, fóðuriðnaðarverksmiðjur

Frsm. (Jónas G. Rafnar):

Herra forseti. Eins og fram kemur á þskj. 553, leitaði fjvn. umsagnar Búnaðarfélags Íslands, atvinnudeildar háskólans og landnámsstjóra um till. Allir þessir aðilar sendu svör, og kemur fram í þeim áhugi á heymjöls- og heykögglavinnslu hér á landi. Skilyrði eru talin góð, þar sem auðvelt erum heyöflun, en fjárhagsgrundvöllur enn óviss, ef hafizt yrði handa um framleiðslu í stórum stíl. Heymjölsverksmiðjur eru nú reknar á Hvolsvelli, í Brautarholti á Kjalarnesi og í Gunnarsholti, sem stofnsett var á s.l. ári. Allar eru þessar verksmiðjur staðsettar á Suðurlandi. Fjvn. telur rétt, að gerð verði áætlun um stofnkostnað og rekstur fóðuriðnaðarverksmiðju á Norðvestur- og Norðausturlandi, og mælir því með því, að þáltill. á Þskj. 299 verði samþ. ásamt brtt. á þskj. 445 frá hv. 1. þm. Norðurl. v. o. fl.