08.05.1964
Efri deild: 85. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 1000 í B-deild Alþingistíðinda. (768)

197. mál, Ljósmæðraskóli Íslands

Alfreð Gíslason:

Herra forseti. Mér þykir ástæða til þess að taka það skýrt fram, að fyrri brtt. mín byggist ekki á neinu vantrausti til hæstv. heilbrmrh., síður en svo, og ég get meira að segja bætt því við, að ég teldi fyrir mitt leyti heppilegra, að báðir skólarnir, hjúkrunarskólinn og ljósmæðraskólinn; heyrðu undir heilbrmrn. En þó tel ég umfram allt, að það sama eigi að gilda fyrir báða skólana. Ef það hefur þótt af einhverjum ástæðum heppilegra, að Hjúkrunarskólí Íslands heyrði undir menntmrn., þá gildir alveg sama um þennan skóla. Það er aðeins, að ég vil færa þetta til samræmis, gera þeim svo að segja jafnhátt undir höfði báðum, að ég flyt fyrri brtt. mína, en ekki af því, að ég telji hlut skólans á nokkurn hátt betur borgið undir menntmrn. en undir heilbrmrn. — Þetta tel ég ástæðu til að komi skýrt fram.