05.05.1965
Efri deild: 80. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 1678 í B-deild Alþingistíðinda. (1551)

203. mál, kjarasamningar opinberra starfsmanna

Fjmrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. í kjarasamningalögunum er gert ráð fyrir, að kjaradómur hafi kveðið upp sinn úrskurð í siðasta lagi 1. sept. ár hvert og það er alveg rétt frá skýrt hjá hv. 3. þm. Norðurl. v. (ÓlJ) um þau rök, sem lágu til þess tímamarks, sem sagt, að unnt væri að taka tillit til úrskurðar kjaradóms við samningu fjárl. og það sjónarmið er alveg óbreytt enn í dag. Að þessu leyti get ég alveg fallizt á það, sem hv. þm. hafði fram að færa um það atriði.

Ásæðan til þess, að þetta frv. er flutt, er hins vegar sú, að það eru eindregin tilmæli frá þeim aðilum báðum, sem fjalla um þessa samninga og byggt á því, að undirbúningurinn sé það tímafrekur, að frestirnir séu í það knappasta.

Ég hafði ekki gert till. um það, að málið færi til n., en þar sem komið hafa fram aths. út af málinu, þá held ég, að það sé rétt, að fulltrúar þeirra n. tveggja, sem standa þarna að samningaviðræðum, geri þingnefnd grein fyrir þeim ástæðum, sem liggja til þeirrar beiðni, sem þeir hafa borið fram við þing og stjórn og legg því til, að frv. sé vísað til fjhn.