05.05.1965
Sameinað þing: 47. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 163 í D-deild Alþingistíðinda. (2736)

108. mál, síldarleit fyrir Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum

Frsm. (Jón Þorsteinsson):

Herra forseti.

Till. þessi, sem hér er á dagskrá, er þess efnis, að Alþingi álykti að fela ríkisstj. að hlutast til um, að síldarleit á sjó fyrir Vestfjörðum, Norðurlandi og Norðausturlandi hefjist ekki síðar en 1. maí ár hvert. Verði skip þau, sem leitina annast, útbúin nauðsynlegum veiðafærum til síldveiða eða síldveiðiskip fylgi leitarskipunum. Jafnframt hlutist ríkisstj. til um, að a.m.k. eitt síldarleitarskip leiti jafnan síldar fyrir Norðurlandi, meðan á sumarsíldveiðum stendur.

Þessari till. var vísað til allshn. og allshn. fékk umsagnir fjögurra aðila um till., þ.e.a.s. Alþýðusambands Íslands, L. Í. Ú., Fiskifélags Íslands og atvinnudeildar háakólans. Alþýðusambandið mælti með því, að till. yrði samþ., sömuleiðis L. Í. Ú. Fiskifélag Íslands vísaði fyrst og fremst á þá stofnun eða þá menn, sem hefðu með síldarleit að gera, að eðlilegast væri að leita til þeirra og fara eftir þeirra ráðum. Frá fiskideild atvinnudeildar háskólana barst allýtarleg umsögn, undirrituð af Jakob Jakobssyni og í þessari umsögn gerir hann till. til breyt. á þessari þáltill., sem hér liggur fyrir á þskj. 179.

Allshn. tók þessar ábendingar Jakobs Jakobssonar að verulegu leyti til greina og þess vegna leggur n. til, að till. verði samþ. með þeirri brtt., sem er á þskj. 440 og fylgir nál., en samkv. till. n. á tillgr. að orðast svo:

Alþ. ályktar að fela ríkisstj. að hlutast til um, að við síldarleit á sjó sé fyrir hendi nægur kostur vel útbúinna rannsóknar- og leitarskipa, svo að unnt verði að halda uppi öflugri, samfelldri og skipulagðri síldarleit fyrir Vestfjörðum. Norðurlandi og Austfjörðum, meðan sumarsíldveiðarnar standa yfir. Skal síldarleitin hefjast eigi síðar en 15. maí sumar hvert.“

Þær breytingar, sem í þessu felast, eru fyrst og fremst, að þarna er lögð áherzla á að fyrir hendi sé kostur vel útbúinna rannsóknar- og leitarskipa og enn fremur er svæðið stækkað, þannig að það er sett inn „Austfjörðum“ í staðinn fyrir „Norðausturlandi“ og þá er því sleppt úr till., að jafnan skuli eitt skip staðsett fyrir Norðurlandi yfir sumarsíldveiðitímann, en hins vegar sett inn ákvæði, að á öllu þessu svæði, fyrir Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum skuli vera öflug, samfelld og skipulögð síldarleit.

Með þessari breytingu mælir allshn. með því, að till. verði samþ.