05.05.1965
Sameinað þing: 47. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 220 í D-deild Alþingistíðinda. (2826)

49. mál, ríkisframfærsla sjúkra manna og örkumla

Frsm. (Ragnar Arnalds) :

Herra forseti. Allshn. hefur haft til meðferðar till. til. þál. um endurskoðun laga um ríkisframfærslu sjúkra manna og örkumla. Þessi till. fjallaði um það, að ríkisstj. væri falið að láta fara fram endurskoðun laga um ríkisframfærslu sjúkra manna og örkumla. Skyldi þeirri endurskoðun hraðað og brtt. í frumvarpsformi lagðar fyrir Alþingi svo fljótt sem verða mætti. Allshn. hefur nú athugað nokkuð þessa till. og innan n. voru menn sammála um nauðsyn þess, að endurskoðun laganna færi fram. En við nánari athugun í stjórnarráðinu kom í ljós, að félmrn. vinnur nú að endurskoðun þessara laga og hefur lýst því yfir, að þar hafi nú verið samin drög að frv. um þetta efni. Allshn. leggur því til, að þessari till. verði vísað til ríkisstj. í trausti þess að þessu starfi verði haldið áfram og því lokið eigi síðar en um næstu áramót.