28.10.1964
Sameinað þing: 7. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 540 í D-deild Alþingistíðinda. (3139)

207. mál, frestun verklegra framvæmda

Fyrirspyrjandi (Halldór E. Sigurðsson) :

Herra forseti. Á þskj. 24 hef ég ásamt tveimur öðrum hv. þm., Halldóri Ásgrímssyni og Ingvari Gíslasyni, leyft mér að bera fram fsp. til hæstv. ríkisstj., sem er svo hljóðandi:

„Hefur ríkisstj. notað heimild í 6. gr. l. nr. 1 1964, um ráðstafanir vegna sjávarútvegsins o.fl. og frestað verklegum framkvæmdum, sem fé var veitt til á fjárl. 1964. Ef svo er, þá hverjum?“

Eins og um getur í fsp. þessari, var það ákvæði í 8. gr. l. nr. 1 frá 1964, um ráðstafanir vegna sjávarútvegsins, að ríkisstj, hefði heimild til þess að fresta verklegum framkvæmdum, sem fé var veitt til á fjárl. 1964. Nú er það kunnara, en frá þurfi að segja hv. alþm., að þær verklegar framkvæmdir, sem ákveðnar eru á fjárl. hverju sinni, eru mestu nauðsynjar og ekki er gengið lengra í því en brýna nauðsyn ber til. Nú er mér því forvitni á að vita, hvort hæstv. ríkisstj. hefur notað þessa heimild og á hvern hátt hún hefur verið notuð, ef til framkvæmda hefur komið.