10.03.1965
Sameinað þing: 31. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 642 í D-deild Alþingistíðinda. (3269)

88. mál, útflutningur á dilkakjöti

Fyrirspyrjandi (Jónas Pétursson) :

Herra forseti. Hinn 18. apríl 1962 var samþ. á Alþ. með shlj. atkv. svo hljóðandi þál.:

Alþ. ályktar að skora á ríkisstj. að beita sér fyrir, að tilraunir verði gerðar með útflutning á dilkakjöti. þar sem reyndar verði nýjar aðferðir með pökkun og verkun á kjötinu. Verði kannaðir til þrautar hugsanlegir markaðsmöguleikar fyrir dilkakjötið í hverju því formi sem gefur hagstæðast verð.“

Ég hef leyft mér að bera fram fsp. til hæstv. landbrh., þá sem hér er á dagskrá, hvað hafi verið gert til framkvæmda á þessari þál. Mér er að vísa kunnugt, að nokkuð hefur verið gert í málinu, en ég tel eðlilegt og raunar nauðsynlegt, að fram komi hér á hv. Alþ. upplýsingar um, hvernig þessi mál standa, Útflutningsmál okkar Íslendinga eru stórmál og það veltur á miklu, hvernig tekst með sölu á dilkakjöti okkar erlendis og að beitt sé öllum tiltækum ráðum til þess að fá sem hagstæðast verð fyrir það.