21.12.1964
Sameinað þing: 21. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 447 í B-deild Alþingistíðinda. (337)

92. mál, fjáraukalög 1963

Frsm. (Birgir Finnsson):

Herra forseti. Frv. til fjáraukalaga fyrir árið 1963 er að venju samið skv. till. yfirskoðunarmanna ríkisreikningsins, og hefur fjvn. yfirfarið frv. Sú yfirferð er eingöngu fólgin í því að berá saman tölurnar í frv. og í ríkisreikningnum. Höfum við

ekkert fundið athugavert og leggjum til, að frv. til fjáraukalaga fyrir árið 1963 verði samþykkt, eins og það liggur fyrir. — Einn nefndarmaður, hv. 2. þm. Austf. (HA), var fjarstaddur, þegar nefndin afgreiddi málið.