22.03.1965
Efri deild: 57. fundur, 85. löggjafarþing.
Sjá dálk 1081 í B-deild Alþingistíðinda. (931)

157. mál, Myndlista- og handíðaskóli Íslands

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Mér þykir rétt, að það komi fram í tilefni af ræðu hv. 9. þm. Reykv., að ákvæði frv. um skiptingu rekstrarkostnaðar milli ríkis og Reykjavikurborgar eru sett í fullu samráði við forsvarsmenn Reykjavíkurborgar og eru í raun og veru aðeins staðfesting á þeirri skiptingu kostnaðar, sem nú á sér stað. Ákvæðið er sett í fullu samráði og samstarfi við forráðamenn Reykjavíkur.