21.03.1966
Efri deild: 53. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 1183 í B-deild Alþingistíðinda. (1010)

113. mál, ríkisreikningurinn 1964

Frsm. (Ólafur Björnsson):

Herra forseti. Fjhn. hefur haft þetta mál til meðferðar og hefur m.a., eins og venja er til, borið saman tölur frv. og niðurstöðutölur ríkisreikningsins, og fannst ekkert athugavert við þann samanburð. Eins og nál. á þskj. 320 ber með sér, mæla nm., sem viðstaddir voru afgreiðslu málsins, með því, að það verði samþ. óbreytt, enda var, eins og athugasemdir endurskoðenda við ríkisreikninginn bera með sér, ekki um það að ræða, að neinni af aths. þeirra væri skotið til meðferðar Alþ. En einn hv. nm., 4. þm. Norðurl. e., var fjarstaddur, þegar málið var afgreitt úr nefnd.

Herra forseti. Skv. þessu leggur fjhn. til, að frv. verði samþ. til 3. umr. óbreytt.