25.04.1966
Neðri deild: 77. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 2336 í B-deild Alþingistíðinda. (1516)

99. mál, ríkisbókhald, gerð ríkisreiknings og fjárlaga

Frsm. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Eins og fram kemur á þskj. 563 í nál. frá fjhn. þessarar hv. d., þá hefur n. orðið sammála um afgreiðslu þessa máls. Guðlaugur Þorvaldsson deildarstjóri á Hagstofunni, sem átti mestan þátt í undirbúningi og samningu þessa frv., eins og fram kom í ræðu hæstv. fjmrh. hér við 1. umr., mætti á fundum hjá n. og gerði henni töluvert glögga grein fyrir því, á hvern hátt hér væri gert ráð fyrir breytingum á ríkisbókhaldi og gerð ríkisreiknings og fjárlaga. Málið er hins vegar þannig vaxið, að ég held, að ég bæti ekkert með því að gefa á því skýringar umfram það, sem hæstv. fjmrh. gerði hér í framsöguræðu sinni við l. umr. málsins, svo og því, sem kemur fram í grg. með frv.

Nm. töldu að fengnum þeim upplýsingum, sem deildarstjórinn gaf, að hér mundi um að ræða breytingar til bóta á þessu máli og urðu því sammála um að mæla með samþykkt frv., en flytja brtt. á þskj. 564, tvær brtt. við 6. gr. Þá fyrri þar sem stendur: „Ríkisreikningur skiptist í tvo hluta, A-hluta og B-hluta. A-hluti nær yfir fjárreiður ríkissjóðs, ríkisstofnana, en B-hluti yfir fyrirtæki og sjóði ríkisins, þ. á m. almennar tryggingar.“ Við leggjum til. að við bætist: Samkv. nánari ákvörðun ríkisreikningsnefndar, sem gert er ráð fyrir í frv., að skipuð verði.

Á vegum Tryggingastofnunar ríkisins eru ýmsir sjóðir, og þar sem ekki var talið mögulegt að telja upp í frv. þann hluta Tryggingastofnunarinnar, sem hér væri um að ræða, þá væri eðlilegt að fela það væntanlegri ríkisreikningsnefnd, hvað af þeim sjóðum, sem heyra undir Tryggingastofnun ríkisins, væru teknir upp í ríkisreikninginn.

Önnur brtt. er við niðurlag 73. gr., það er nánast leiðrétting, þar sem stendur: Ríkisreikningsnefnd skal jafnan höfð með í ráðum um uppsetningu fjárl. Auðvitað er hér átt við fjárlfrv., og gerum við því till. um breyt. þar á.

Að svo mæltu endurtek ég það, að n. varð sammála og leggur til, að frv. verði samþ. að áorðnum þeim breyt., sem hún leggur til á þskj. 564.