24.03.1966
Efri deild: 55. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 2491 í B-deild Alþingistíðinda. (1743)

88. mál, sala eyðijarðarinnar Efri-Vallar í Gaulverjabæjarhreppi

Frsm. (Bjartmar Guðmundsson):

Herra forseti. Þetta frv. er komið frá Nd., var flutt þar af tveimur þm. Sunnl. og fjallar um að heimila jarðeignadeild ríkisins eða ríkinu að selja tilteknum manni jörðina Efri-Völl í Gaulverjabæjarhreppi. Fyrir lágu meðmæli frá hreppsnefnd Gaulverjabæjarhrepps, sem mælir með því, að þessi jarðarsala verði leyfð, og einnig var þetta sent venjulega boðleið til landnámsstjóra og jarðeignadeildarinnar, og báðar þær stofnanir leggja til, að frv. verði samþ. Það liggja fyrir samhljóða meðmæli landbn. í Nd. um frv., og landbn. Ed. hefur einnig haft það til meðferðar og leggur til, að það verði samþ. Þess má geta, að ekki náðist í undirskriftir tveggja nm. í landbn., þegar álitið var lagt fram, en ég hef ástæðu til að ætla, að hvorugur þeirra hafi nokkuð við þessa sölu að athuga. N. leggur til, að frv. verði samþ.