10.03.1966
Neðri deild: 53. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 2514 í B-deild Alþingistíðinda. (1887)

138. mál, lögheimili

Flm. (Sigurður Bjarnason):

Herra forseti. Frv. þetta, sem ég hef leyft mér að flytja ásamt hv. 5. þm. Vesturl. og hv. 5. þm. Reykv., felur í sér þá breyt. eina á I. um lögheimili, að íslenzkir starfsmenn alþjóðastofnana, sem Ísland er aðili að, haldi lögheimili sínu hér heima, þrátt fyrir búsetu erlendis, en sú regla gildir nú um starfsmenn í utanríkisþjónustu Íslands. Virðist sanngjarnt, að íslenzkir starfsmenn alþjóðastofnana njóti sömu aðstöðu að þessu leyti.

Ég leyfi mér að leggja til,herra forseti, að frv. veiði að lokinni þessari umr. vísað til hv. allshn.