08.12.1965
Sameinað þing: 17. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 2811 í B-deild Alþingistíðinda. (2168)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Forseti (BF):

Svo hljóðandi bréf hefur borizt: „Reykjavík, 7. des. 1965. Matthías Á. Mathiesen, 1. þm. Reykn., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og verð fjarverandi næstu vikur, leyfi ég mér að biðja um fjarvistarleyfi og, með skírskotun til 138. gr. I. um kosningar til Alþ., að óska þess, að 1. varamaður Sjálfstfl. í Reykjaneskjördæmi, Oddur Andrésson bóndi á Neðra-Hálsi í Kjós, taki sæti mitt á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt. Sigurður Bjarnason,

forseti Nd.

Til forseta sameinaðs Alþingis.“

Oddur Andrésson hefur áður tekið sæti á þinginu sem varamaður á þessu kjörtímabili og farið fram rannsókn á kjörbréfi hans. Tekur hann nú sæti á þinginu í forföllum Matthíasar Á. Mathiesen, og býð ég hann velkominn til þingstarfa.

Þá hefur borizt svo hljóðandi bréf:

„Reykjavík, 7. des. 1965.

Emil Jónsson, 2. þm. Reykn., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og verð fjarverandi næstu vikur, leyfi ég mér að biðja um fjarvistarleyfi og, með skírskotun til 138. gr. l. um kosningar til Alþ., að fara fram á, að 1. varamaður Alþfl. í Reykjaneskjördæmi, Ragnar Guðleifsson kennari, taki sæti mitt á Alþ. í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um, að þér látið fram fara í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Sigurður Bjarnason,

forseti Nd.

Til forseta sameinaðs Alþingis.“

Ragnar Guðleifsson hefur áður tekið sæti á Alþ., en ekki á þessu kjörtímabili. Þarf því að fara fram rannsókn á kjörbréfi hans, og leyfi ég mér að biðja hv. kjörbréfanefnd að taka kjörbréfið til rannsóknar. Á meðan verður gert fundarhlé. — [Fundarhlé.].