31.03.1966
Sameinað þing: 35. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 2815 í B-deild Alþingistíðinda. (2181)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Björn Fr. Björnsson):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur komið saman á fund og athugað kjörbréf Bjarna Guðbjörnssonar bankaútibússtjóra á Ísafirði, sem er 1. varamaður Framsfl. í Vestfjarðakjördæmi, en þess hefur verið óskað, að hann taki sæti á Alþ. í forföllum hv. 1. þm. Framsfl. í Vestfjarðakjördæmi, Hermanns Jónassonar. N. telur ekkert athugavert við kjörbréfið og leggur til, að það verði samþ. og kosningin metin gild.