15.12.1965
Efri deild: 29. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 446 í B-deild Alþingistíðinda. (251)

93. mál, tollskrá o.fl.

Frsm. (Ólafur Björnsson):

Herra forseti. Um efni þess frv., sem hér liggur fyrir, leyfi ég mér að vísa til grg. fyrir því, svo og framsöguræðu hæstv. fjmrh. við 1. umr.

Fjhn. hafði þetta mál til meðferðar á fundi sínum nú eftir hádegið, og mætti á fundinum hæstv. fjmrh. og ræddi við n. Af skiljanlegum ástæðum hefur ekki unnizt tóm til þess að útbýta nál. eða prenta það, en ég vil leyfa mér að lesa nál. eins og n. hefur gengið frá því, en það hljóðar svo: „N. hefur athugað frv. og leggur einróma til, að það verði samþ. óbreytt.“ Undir þessu eru nöfn allra þeirra 7 hv. þdm., sem í n. eiga sæti. Í samræmi við þetta leyfi ég mér að leggja til, að frv. verði samþ. óbreytt.