17.12.1966
Neðri deild: 34. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 1867 í B-deild Alþingistíðinda. (1659)

Þingsetning

Lúðvík Jósefsson:

Herra forseti. Ég vil fyrir hönd okkar þdm. þakka hæstv. forseta fyrir vinsamleg orð og góðar óskir í okkar garð. Ég þakka honum gott samstarf við okkur á þessu þingi og góða fundarstjórn um leið og ég flyt honum og fjölskyldu hans óskir um gleðilega jólahátíð og gott og farsælt komandi ár.

Ég bið hv. þm. að taka undir óskir mínar til hæstv. forseta með því að rísa úr sætum. [Dm. risu úr sætum.]