08.03.1967
Sameinað þing: 28. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 583 í D-deild Alþingistíðinda. (2745)

141. mál, Atvinnuleysistryggingasjóður

Félmrh. (Eggert G. Þorsteinsson):

Herra forseti. Eins og hv. fyrirspyrjandi vék lítillega að, var atvinnuleysistryggingasjóður stofnaður að loknum miklum og víðtækum vinnudeilum síðari hluta ársins 1955 og sem þáttur í því að koma á sáttum í þeim deilum, og hefur miklum goðsögnum verið á loft haldið um þennan sjóð á undanförnum árum. Ég tes því tilefni það, sem gert er með fsp. þessum á þskj. 277, mjög kærkomið til að skýra frá störfum sjóðsins í þeim atriðum, sem þar er að vikið.

Í fyrsta lagi er spurt: „Hve hár er höfuðstóll atvinnuleysistryggingasjóðs 31. des.1966?“ Svar: Reikningar atvinnuleysistryggingasjóðs hafa enn ekki verið gerðir fyrir árið 1966. Gert er ráð fyrir, að höfuðstóll sjóðsins verði því sem næst 932 millj. kr. 31. des. 1966.

Í öðru lagi er spurt: „Hverju hafa bætur úr sjóðnum numið til sama tíma?“ Svar: Ekki liggur enn fyrir, hve háar bætur voru greiddar á árinu 1966. Áætlað er, að bætur hafi samtals numið 9.8 millj. kr. frá upphafi til ársloka 1966.

Í þriðja, lagi er spurt: „Á hvaða hátt hefur fé sjóðsins verið varið?“

Þessari spurningu er því miður ekki hægt að svara á annan veg en þann, að fé sjóðsins hefur verið varið skv. gildandi lögum um sjóðinn.

Í fjórða lagi er spurt: „Hve háar fjárhæðir hafa verið lánaðar til“ — skv. neðangreindum stafliðum a—g?

Og svarið er: Lánveitingarnar hafa verið eins og hér segir: a) Sjávarútvegur og fiskiðnaður 107 millj. 460 þús. b) Landbúnaður og vinnsla landbúnaðarafurða 10.5 millj. c) Til iðju og iðnaðar 36 millj. Eru þar innifaldir, að mér er tjáð, að meiri hluta til greiðslur til fiskiðnaðar einnig. d) Til siglingamála ekkert, e) Til hafnarframkvæmda 125.6 millj. f) Húsnæðismál 215 millj. g) Til annarra framkvæmda, ósundurliðað, 127.3 millj. Samtals 621 millj. 860 þús.

Í sambandi við b-lið má geta þess, að lán hefur verið veitt til fjögurra sútunarverksmiðja, samtals um 4 millj., og veitt var 6 millj. kr. lán til veðdeildar Búnaðarbanka Íslands. Verulegur hluti þeirra lána, sem um ræðir í c-lið, er veittur til iðnaðarfyrirtækja, sem aðallega starfa í þjónustu sjávarútvegsins. Um hafnarbótalánin má geta þess, að í fjárhæðinni eru lán til dráttarbrauta samtals að fjárhæð 8.5 millj. Auk beinna lána vegna íbúða, eða réttara sagt vegna íbúðarlánabréfakaupa, veitti sjóðurinn óbeina fyrir greiðslu við íbúðarlánin með því að binda 50 millj. kr. í Seðlabankanum, sem í staðinn keypti íbúðarlánabréf fyrir sömu fjárhæð.

Þess má geta í sambandi við aðrar framkvæmdir, þ.e.a.s. síðasta liðinn, að þar eru innifalin lán til rannsóknaráðs ríkisins, atvinnujöfnunarsjóðs, félagsheimila, hitaveitu, þá aðallega til Reykjavíkur, tækjakaupa Reykjavíkurborgar og vatnsveitna almennt.

Í fimmta lagi er spurt: „Hvernig skiptast lánveitingar eftir lögsagnarumdæmum landsins?“ Í þetta var af hálfu formanns sjóðsstjórnar lögð ákaflega mikil vinna, að fá þetta út eftir svo langan starfstíma, en eftir því sem næst verður komizt, er skiptingin þessi: Akranes 11 millj. 150 þús. Mýrasýsla 2 millj. 250 þús. Snæfellsnessýsla 14 millj. 770 þús. V.-Barðastrandarsýsla 6 millj. Vestur-Ísafjarðarsýsla 7 millj. 450 þús. Ísafjörður 7 millj. og 50 þús. Norður-Ísafjarðarsýsla 8 millj. 250 þús. Strandasýsla 1 millj. 850 þús. V.-Húnavatnssýsla, það er aðeins einn staður, Hvammstangi, 200 þús. A.-Húnavatnssýsla 4 millj. og 800 þús. Sauðárkrókur 4 millj. og 200 þús. Skagafjarðarsýsla 2 millj. og 900 þús. Siglufjörður 12 millj. og 300 þús. Ólafsfjörður 5 millj. 750 þús. Eyjafjarðarsýsla 3 millj. og 400 þús. Akureyri 17 millj. 550 þús. Húsavík 6 millj. og 400 þús. N.-Þingeyjarsýsla 11 millj. N.-Múlasýsla 9 millj. og 50 þús. Seyðisfjörður 7 millj. og 500 þús. Neskaupstaður 11 millj. S.-Múlasýsla. 17 millj. og 580 þús. A.-Skaftafellssýsla 4 millj. og 700 þús. V.-Skaftafellssýsla, þar sem einnig er aðeins einn lánsstaður, Vík í Mýrdal, 400 þús. Árnessýsla 8 millj. 850 þús. Vestmannaeyjar 15 millj. 100 þús. Gullbringusýsla 19 millj. 450 þús. Keflavík 5 millj. 350 þús. Hafnarfjörður 19 millj. 750 þús. Kjósarsýsla 1 millj. Kópavogur 7 millj. 50 þús. Reykjavík 113 millj. 810 þús. Og lánveitingar, sem taka til fleiri en eins umdæmis, ósundurliðaðar, 254 millj. Þessar lánveitingar til þessara einstöku staða eru að langmestu leyti eða aðallega til hafnargerða, og skýringin á því, að þeir staðir, sem landshafnir hafa, eru lægri, mun m.a. liggja í því, að þar greiðir ríkið allan kostnaðinn.

Ég vænti þess, að þessi svör fullnægi fsp. hv. fyrirspyrjanda.