13.12.1966
Neðri deild: 28. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 508 í B-deild Alþingistíðinda. (329)

74. mál, verðstöðvun

Frsm. meiri hl (Davíð Ólafsson):

Herra forseti. Mér þykir það mjög miður, ef hæstv. 1. þm. Norðurl. v. heldur því fram í fullri alvöru, að þeim mun meira sem tekið er upp úr þeim lögum, sem sett voru í ágúst 1956, upp í þetta frv., eða samkynja ákvæði, þeim mun verra þyki honum frv. l;g veít ekki betur en hann stæði mjög eindregið að setningu — ekki þeirra brbl. kannske, en a.m.k. að samþykkt þeirra í þinginu, og kemur þetta allkynlega fyrir.

Ég vil leiðrétta þann misskilning, sem fram kemur hjá honum, þar sem hann talar um heimild til eignaupptöku, og nefnir þar eitt tiltekið, sérstakt tilfelli, um innflutning á vöru, þá eru að sjálfsögðu í 1. gr. heimildir til meðferðar á slíkum tilfellum, þannig að það þurfi ekki að koma til neinnar eignaupptöku, eins og hann segir, því að þar segir í 1. gr., að það megi ekki leyfa neina verðhækkun, nema þau telji hana óhjákvæmilega, svo sem vegna hækkunar á tollverði innfluttrar vöru, þannig að stjórnvöldin hafa hér í hendi sér að taka tillit til slíkra tilvika.