27.11.1967
Neðri deild: 29. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 214 í B-deild Alþingistíðinda. (145)

66. mál, verðlagsmál

Frsm. meiri hl. (Guðlaugur Gíslason):

Herra forseti. Fjhn. hefur haft til athugunar frv. til l. um breyt. á l. um verðlagsmál á þskj. 89. N. gat ekki orðið sammála um afgreiðslu málsins. Leggur meiri hl. til, að það verði samþ. óbreytt. Minni hl. mun hins vegar skila séráliti. Það, sem nm. greindi á um, var skipun fulltrúa í verðlagsnefnd. Ágreiningur var um þá 4 menn, sem ASÍ á að tilnefna samkv. frv. og var sótt á um það, að einn fulltrúi af þessum fjórum yrði tilnefndur af BSRB. Um þetta varð ekki samkomulag og leggur meiri hl. til, að frv. verði samþ. óbreytt.

Eins og fram kom hjá hæstv. viðskmrh. lá ekki fyrir um það frá stjórnendum þessa landssambands ósk um það, að þeir tilnefndu mann í n. Fyrir fjhn. lá heldur engin slík ósk fyrir frá forsvarsmönnum þessa félagsskapar.