13.03.1968
Sameinað þing: 44. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 2208 í B-deild Alþingistíðinda. (2052)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Jón Þorsteinsson):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur rannsakað kjörbréf Péturs Péturssonar forstjóra, 1. varaþm. Alþfl. í Vesturlandskjördæmi, sem ætlað er að taka sæti á Alþ. í fjarveru Benedikts Gröndal alþm. Kjörbréfið er gefið út 14. júní 1967 og undirritað af yfirkjörstjórn Vesturlandskjördæmis. Kjörbréfanefnd hefur ekkert við þetta kjörbréf að athuga og leggur til að kjörbréfið verði samþ. og kosningin tekin gild.