20.03.1968
Sameinað þing: 46. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 2209 í B-deild Alþingistíðinda. (2057)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

forseti (BF):

Svo hljóðandi bréf hefur borizt:

„Reykjavík, 19. marz 1968.

Bjartmar Guðmundsson, 11. landsk. þm., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég get ekki sinnt þingstörfum næstu vikur vegna veikinda, leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. l. um kosningar til Alþingis að óska þess, að 2. varamaður landsk. þm. Sjálfstfl., Ragnar Jónsson skrifstofustjóri, taki sæti á Alþ. í forföllum mínum.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt. Matthías Á. Mathiesen,

forseti neðri deildar.

Til forseta sameinaðs Alþingis.“

Rannsókn hefur áður farið fram á kjörbréfi 2. varamanns landsk. þm. Sjálfstfl., Ragnars Jónssonar, og tekur hann nú sæti á þinginu sem 11. landsk. þm. í forföllum Bjartmars Guðmundssonar.