16.12.1967
Neðri deild: 43. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 279 í B-deild Alþingistíðinda. (254)

35. mál, framfærslulög

Frsm. (Guðlaugur Gíslason):

Herra forseti. Heilbr.- og félmn. hefur haft til athugunar frv. það, sem hér liggur fyrir, og orðið sammála um að mæla með, að það verði samþ. óbreytt. Frv. er að efni til mjög einfalt og er um það eitt, að aftan við 26. gr. framfærslul. komi ný mgr., þar sem gert er ráð fyrir, að í Reykjavík fari félagsmálaráð með þau störf, sem framfærslunefndum annars staðar er samkv. framfærslul. ætlað að hafa með höndum.

Ég sé ekki ástæðu til þess að gera frekari grein fyrir frv., það er það einfalt í sniðum, en heilbr.-og félmn. hefur einróma lagt til, að það verði samþ. óbreytt.