20.03.1968
Sameinað þing: 46. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 117 í D-deild Alþingistíðinda. (2740)

148. mál, auknar sjúkratryggingar

Flm. (Jón Árnason):

Herra forseti. Ég vil leyfa mér að þakka þeim, sem hér hafa tekið til máls út af þessari þáltill., og tekið undir og lýst yfir stuðningi við efni till. En út af því, sem fram kom hjá hv. 11. þm. Reykv., að till. væri á þessu stigi nánast óþörf vegna þeirra yfirlýsinga, sem félmrh. hefði gefið í Ed., vil ég segja það, að þessi till. var borin fram eða flutt í þinginu áður en sú yfirlýsing ráðh. lá fyrir, þó að hún kæmi ekki til um,r. hér á Alþ. fyrr en í dag. Og mér sýnist á þeim undirtektum, sem málið hefur hér fengið, að till. ætti einmitt að verða til þess að styrkja endanlega lausn þessa máls og treysta þá niðurstöðu, sem hér er lögð til, og ég vænti þess því, að till. fái góða fyrirgreiðslu á þinginu.