12.10.1967
Sameinað þing: 0. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 48 í B-deild Alþingistíðinda. (29)

Kosning forseta

Þessu næst voru kosnir skrifarar sameinaðs þings, að viðhafðri hlutfallskosningu. Fram komu tveir listar og var á A-lista Bjartmar Guðmundsson, en á B-lista Páll Þorsteinsson. — Þar sem ekki voru fleiri tilnefndir en kjósa skyldi, lýsti forseti yfir, að rétt væru kjörnir án atkvgr.:

Bjartmar Guðmundsson, 11. landsk. þm., og

Páll Þorsteinsson, 2. þm. Austf.

Kosning kjörbréfanefndar.

Fram komu þrír listar með samtals jafnmörgum nöfnum og menn skyldi kjósa. Samkv. því lýsti forseti yfir að kjörnir væru án atkvgr.:

Matthías Á. Mathiesen (A),

Ólafur Jóhannesson (B),

Pálmi Jónsson (A),

Auður Auðuns (A),

Björn Fr. Björnsson (B),

Karl Guðjónsson (C),

Jón Þorsteinsson (A).

Kosning til efri deildar.

Við kosningu 20 þm. til efri deildar komu fram þrír listar. Á A-lista voru MJ, JónÁ, JR, ÓB, PB, StG, SvG, AuA, EggÞ, JÞ, JÁH; á B-lista voru ÁB, ÓlJ, PÞ, EÁ, BGuðbj, BFB; á C-lista voru GilsG, BJ, KGuðj. — Þar sem ekki voru fleiri tilnefndir en kjósa skyldi, lýsti forseti yfir, að rétt væru kjörnir án atkvgr.:

Magnús Jónsson,

Ásgeir Bjarnason,

Jón Árnason,

Jónas G. Rafnar,

Gils Guðmundsson,

Ólafur Jóhannesson,

Ólafur Björnsson,

Pétur Benediktsson,

Páll Þorsteinsson,

Steinþór Gestsson,

Sveinn Guðmundsson,

Einar Ágústsson,

Björn Jónsson,

Auður Auðuns,

Eggert G. Þorsteinsson,

Bjarni Guðbjörnsson,

Jón Þorsteinsson,

Jón Árm. Héðinsson,

Björn Fr. Björnsson,

Karl Guðjónsson.