12.12.1967
Neðri deild: 37. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 632 í B-deild Alþingistíðinda. (508)

4. mál, innheimta gjalda með viðauka

Frsm. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Fjhn. þessarar hv. d. hefur haft frv. þetta til athugunar, og eins og fram kemur á þskj. 133, mælir n. með því, að frv. verði samþ. óbreytt. Þegar frv. var til athugunar í fjhn., hafði borizt erindi frá Landssambandi ísl. útvegsmanna þess efnis, að það ákvæði frv., sem heimilar ríkisstj. að innheimta með 140% viðauka stimpilgjald á fiskiskipum verði fellt niður. Það hefur ítrekað verið beðið um, að þetta verði athugað, og mun það verða gert nú milli 2. og 3. umræðu.