25.03.1968
Neðri deild: 82. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 790 í B-deild Alþingistíðinda. (722)

98. mál, verkamannabústaðir

Frsm. (Bragi Sigurjónsson):

Herra forseti. Frv. það, sem hér er til umr., fjallar um breyt. á l. um verkamannabústaði og hefur verið afgr. frá Ed. til Nd. Heilbr.- og félmn. hefur farið yfir frv. og leggur til, að það sé samþ. óbreytt, en tveir nm., Jón Skaftason og Stefán Valgeirsson, áskildu sér rétt til þess að fylgja brtt., ef fram kæmu. Eins og kemur fram af aths. við lagafrumvarpið, er frv. fyrst og fremst fram borið til þess, að það liggi ljóst fyrir, að stjórnir byggingarfélaga, sem byggja eftir lögum um verkamannabústaði, hafi forkaupsrétt að byggingum eða íbúðum, sem seldar yrðu á vegum félaganna, jafnvel þó að þær færu á nauðungaruppboð, en áður — samkv. dómi, sem hér er vitnað í frá Hæstarétti frá 30. nóv. 1966 — kom fram, að þetta mundi ekki öruggt, og frv. er, eins og ég sagði áðan, flutt til þess að taka þarna af öll tvímæli. Nefndin leggur sem sé til, að frv. verði samþ. óbreytt.