01.04.1968
Neðri deild: 88. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 1017 í B-deild Alþingistíðinda. (926)

153. mál, eftirlit með framleiðslu og verslun með fóðurvörur

Vilhjálmur Hjálmarsson:

Herra forseti. Hv. 3. þm. Austf. bað mig að mæla fyrir þessu nál. landbn., ef hann yrði ekki kominn til fundar í tæka tíð. Ég get haft um það fá orð. Eftir því sem fram kemur í nál., hefur n. rætt þetta mál á nokkrum fundum. Hún hefur fengið um það umsögn Búnaðarþings, sem mælti með samþykkt frv. með nokkrum breyt. Síðan hafði n. samráð við Pétur Gunnarsson, forstjóra, sem hafði unnið að undirbúningi málsins fyrir landbrn., og leggur til, að frv. verði samþykkt með tveimur minni háttar breyt., sem hér liggja fyrir á þskj. 464. Það var sem sé einróma afgreiðsla í landbn. á þessu máli og á þennan hátt.