09.04.1968
Efri deild: 85. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 1019 í B-deild Alþingistíðinda. (934)

153. mál, eftirlit með framleiðslu og verslun með fóðurvörur

Frsm. (Steinþór Gestsson):

Herra forseti. Eins og fram kom í ræðu hæstv. landbrh., þegar þetta frv. var hér til 1. umr. í d., er frv. samið af n., sem skipuð var af landbrn. 8. nóv. 1966 til þess að endurskoða gildandi lög um eftirlit með fóðurvörum, sem þá voru orðin tæplega 20 ára gömul og því að mörgu leyti úrelt og þurftu lagfæringar við. Þetta frv. hefur fengið afgreiðslu í hv. Nd., og leitaði landbn. þeirrar d. umsagnar Búnaðarþings um það. Landbn. þessarar d. hefur kynnt sér þær umsagnir, sem um málið hafa borizt, og eru nm. sammála um, að hér sé um nauðsynjamál að ræða og frv. muni tryggja, ef það verður að l., að miklum mun gæði þeirra vörutegunda, sem hér um ræðir, enda hafa þeir menn, sem um þetta hafa fjallað og voru í n., sem samdi frv., sérstaka þekkingu á þessum málum.

Ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða sérstaklega um frv., en eins og sjá má á nál. á þskj. 549, mælir landbn. þessarar d. einróma með samþykkt þess.