10.04.1969
Neðri deild: 74. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 1408 í B-deild Alþingistíðinda. (1521)

159. mál, kjarasamningar opinberra starfsmanna

Matthías Á. Mathiesen:

Herra forseti. Ég vildi mælast til þess, að 3. umr. um þetta mál yrði frestað til næsta fundar. Það stafar af því, að milli 2. og 3. umr. barst fjhn. þessarar hv. d. erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga varðandi lögin um kjarasamninga opinberra starfsmanna, og er nefndin nú að athuga það erindi, en vonandi lýkur þeirri athugun á nefndarfundi á mánudagsmorguninn og hægt væri þá að halda umr. áfram á næsta fundi.