16.05.1969
Efri deild: 96. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 1752 í B-deild Alþingistíðinda. (2027)

210. mál, sala Höfðahóla með Hólagerði og Spákonufell í Höfðahreppi

Frsm. (Steinþór Gestsson):

Herra forseti. Ég þarf ekki að hafa mörg orð um þetta frv., sem hér liggur fyrir til umr. N. hefur orðið sammála um að mæla með því, að það verði samþ. óbreytt, eins og það kom frá Nd. Jarðirnar Höfðahólar og Spákonufell hafa verið í eyði sem bújarðir í fjölda ára, og það er talið ólíklegt, að þær eða hluti úr þeim muni byggjast aftur sem slíkar. Upp af landi þessara jarða hefur byggzt kauptúnið Höfðakaupstaður, og hefur kaupstaðurinn eða hreppurinn, eins og sjá má af fskj. með frv., áhuga á því, að hreppurinn fái keypt það land, sem kauptúnið stendur á.

Eins og ég tók fram, hefur landbn. orðið ásátt um að mæla með því, að frv. verði samþ. óbreytt.