20.12.1968
Sameinað þing: 25. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 90 í D-deild Alþingistíðinda. (2949)

119. mál, frestun á fundum Alþingis

Dómsmrh. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Ég vil aðeins leyfa mér að mótmæla því, að í þessum tillöguflutningi felist nokkurt ábyrgðarleysi, eins og hv. þm. leyfði sér að viðhafa. Enn fremur er ástæðulaust að væna ríkisstj. um það, að hún sé með þessu móti að opna leið fyrir sjálfa sig, — sem þá yrði væntanlega á bak við þingið og kæmi þannig aftan að þm., — til þess að skipa málum með brbl. Enn fremur finnst mér það á hinn bóginn ábyrgðarleysi af hv. þm., sem jafnframt er formaður Framsfl., að mæla svo, að Alþ. sé sett til hliðar með samþykkt slíkrar till. Ég get fullvissað þingið um það, að ríkisstj. hefur engin áform um, að koma aftan að þm. með óeðlilegri útgáfu brbl., hvað þá að nota slíkt þinghlé nú fremur, en nokkru sinni áður á óþingræðislegan hátt.