19.12.1968
Neðri deild: 39. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 384 í B-deild Alþingistíðinda. (357)

105. mál, Bjargráðasjóður Íslands

Félmrh. (Eggert G. Þorsteinsson):

Herra forseti. Frv. þetta er lítið að vöxtum og þarf ekki langrar framsögu við. Hér er um að ræða að hækka það gjald af tekjum, sem til Bjargráðasjóðs renna, úr 10 kr. á hvern íbúa í 25 kr., og samsvarandi breyting gerð á öðrum liðum frv. Frv. hefur hlotið afgreiðslu shlj. og ágreiningslaust í hv. Ed., og nauðsyn mikil á því, að það fái afgreiðslu nú fyrir áramót. Þess vegna hef ég rætt við forustumenn hv. stjórnarandstöðu og þeir fallizt á það, að þetta frv. megi hvað þá áhræri fara nefndarlaust hér í gegnum þessa hv.d., ef ekki eru sérstök mótmæli gegn því. Ég legg áherzlu á það, að þau ákvæði frv., sem veita þarna auknar tekjur, er mikil nauðsyn á að fá, sér í lagi landbúnaðarins vegna og þá eins af veiðarfæratjóni, sem orðið hefur á Norðurlandi.