19.02.1969
Sameinað þing: 29. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 785 í D-deild Alþingistíðinda. (3824)

133. mál, efnahagssamvinna Norðurlanda

Forsrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Því fer fjarri, að mér komi til hugar að fara að skattyrðast við þennan hv. þm., sem auðsjáanlega hvorki veit, hvað hann segir sjálfur, né tekur eftir því, sem aðrir segja. Hann talaði um misnotkun á þingsköpum. Hann hefur sjálfur talað a.m.k. tvisvar sinnum lengur en þingsköp ætlast til. Hann notaði síðasta tækifærið, að því er hann sagði, til þess að bera af sér sakir. Sakirnar voru þær, sem honum sárnaði svo mjög, að hann væri ekki eins gáfaður og hinn stórgáfaði hv. 1. þm. Norðurl. v. og sýnir það vel hógværð hv. þm. Hann ætlar sér vissulega ekki lítinn hlut.