09.04.1969
Sameinað þing: 39. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 853 í D-deild Alþingistíðinda. (3908)

279. mál, framkvæmd á lögum nr. 83/1967

Fyrirspyrjandi (Skúli Guðmundsson):

Herra forseti. Álit Tryggingastofnunar og álit einstakra sýslumanna á þessu máli kemur því ekki nokkurn skapaðan hlut við.

Aðalatriðið er á hinn bóginn þetta, eins og ég hef áður sagt, að ríkisstj. ber skylda til að framkvæma lög, sem Alþ. setur. Þetta hefur hún ekki gert í þessu tilfelli, þó að liðnir séu 15—16 mánuðir síðan lögin voru sett og þetta er óþolandi vanræksla af hennar hálfu og ég treysti því, að hún taki nú rögg á sig og framkvæmi þessi lög án frekari undandráttar.