07.05.1969
Sameinað þing: 47. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 929 í D-deild Alþingistíðinda. (3989)

224. mál, fréttastofa sjónvarps

Jónas Árnason:

Herra forseti. Ég ætla ekki að blanda mér í þessar umr. Ég hafði, eins og raunar landslýður allur, sannfærzt um það af því að horfa á sjónvarp, að hæstv. ráðh. nota það óeðlilega mikið til þess að koma á framfæri skoðunum sínum, — nota það oft og tíðum sem einkaáróðurstæki sitt. Um þetta hafði ég sannfærzt. Nú hefur hins vegar hæstv. menntmrh. lesið hér upp langa þulu til þess að sannfæra mann um, að þessu sé síður en svo þannig farið. Ég stend hér upp aðeins til þess að koma á framfæri till., af því að ég sé, að fréttastjóri sjónvarpsins er hér staddur og till. mín er sú, að sjónvarpið hafi í kvöld viðtal við hæstv. menntmrh. til þess að gefa honum tækifæri til þess að sannfæra landslýðinn um það, hve sjaldan hann birtist í sjónvarpi.