09.12.1968
Efri deild: 23. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 830 í B-deild Alþingistíðinda. (861)

9. mál, Landsbókasafn Íslands

Frsm. (Auður Auðuns):

Herra forseti. Menntmn. hefur athugað þetta frv., frv. til l. um Landsbókasafn Íslands. Eins og fram kemur í grg. með frv., er það efnislega samhljóða núgildandi 1. um Landsbókasafnið, orðalagi hins vegar sums staðar nokkuð vikið við og ný ákvæði, sem ekki hafa áður verið í l. um safnið, eru hér upp tekin. Það eru ákvæði um myndastofu og bókbandsstofu. Sú eina breyt., sem verður frá núgildandi lögum, er það ákvæði, sem er í niðurlagi 8. gr. frv., þar sem segir um bókaverði, að um tölu þeirra skuli fara eftir því, sem fé er veitt til í fjárlögum. Í núgildandi lögum er hins vegar tala bókavarða bundin við það, að þeir séu 6.

Menntmn. hefur eftir athugun á frv. samþ. að leggja til, að það verði samþ. óbreytt, en eins og fram kemur í nál. á þskj. 125, voru 3 þm. fjarverandi, þegar málið var afgr. í n., þ.e.a.s. þeir hv. 3. þm. Norðurl. v., hv. 5. þm. Reykn. og hv. 3. landsk. þm.