30.04.1970
Neðri deild: 95. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 1236 í B-deild Alþingistíðinda. (1582)

168. mál, Stofnlánaadeild landbúnaðarins

Gunnar Gíslason:

Herra forseti. Eins og hv. þd. er kunnugt, á ég sæti í fjvn. Alþ., og þegar fjárlög voru afgreidd fyrir árið 1970, var það samþ., að þessi fjárveiting til Landnámsins yrði með þeim hætti eins og hún er ákvörðuð í fjárl. Ég samþykkti þetta í fjvn. og við atkvgr. hér í þinginu, og ég tel mig vera bundinn við þá atkvgr. mína og mun því ekki greiða atkv. með því frv. eða þeim till., sem hér hafa fram komið. Ég vil benda á það, að í fjvn. komu engar till. fram um að breyta fjárlagafrv. í þessum efnum, og hv. 5. þm. Norðurl. e. flutti engar till. um það við afgreiðslu fjárl., að þessum till. fjvn. yrði breytt. Og ég vil benda á það, sem á var bent fyrr í dag, að 4. gr. fjárl. var samþ. með fleiri atkv. en við stjórnarsinnar eigum hér á Alþ. Og mér er nær að halda, að fulltrúar Framsfl. í fjvn., — þó að ég viti það ekki fyrir víst, því að nafnakall var ekki um afgreiðslu þessa máls, — hafi greitt atkv. með þessari afgreiðslu fjvn. á málinu.

Hv. tillögumenn þessarar brtt. leggja til, að þessi fjárveiting verði lögð til veðdeildar Búnaðarbanka Íslands. Ég vil benda á það, að þráfaldlega á undanförnum árum hefur veðdeild Búnaðarbankans verið styrkt til þess að standa við sínar skuldbindingar. Og á s. l. ári, 1969, hygg ég, að það sé rétt með farið, að veðdeild Búnaðarbankans hafi afgreitt öll þau mál, sem fyrir henni lágu. Þess vegna mun ég greiða atkv. á móti þessum brtt., eins og þær liggja fyrir hér á þskj., og ég fullyrði það, að þær eru einvörðungu fluttar í sama skyni og Framsfl. flytur till. á till. ofan hér á Alþ., til þess að vera með yfirboð og hræsni.