13.04.1970
Efri deild: 68. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 1251 í B-deild Alþingistíðinda. (1687)

25. mál, almannatryggingar

Frsm. (Jón Þorsteinsson):

Herra forseti. Þetta frv. til 1. um breyt. á l. um almannatryggingar var flutt í Nd. og var samþ. þar samhljóða. Í þessu frv. felst breyting á 2. mgr. 56. gr. tryggingalaganna, og er breytingin einvörðungu sú, að einstæð móðir, sem verður öryrki og hlýtur þar af leiðandi örorkubætur, missi ekki við það mæðralaun, en sú er reglan eftir gildandi lögum.

Þetta frv. var sent til umsagnar Tryggingastofnunar ríkisins og mælti stofnunin með því, að það yrði samþ. óbreytt. Heilbr.- og félmn. Ed. fjallaði um þetta frv., og var n. sammála um að mæla með samþykkt þess, eins og fram kemur í nál. á þskj. 520.