12.03.1970
Efri deild: 54. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 133 í C-deild Alþingistíðinda. (2315)

23. mál, framleiðsluráð landbúnaðarins

Frsm. (Steinþór Gestsson) :

Herra forseti. Landbn. hefur haft þetta frv. til meðferðar, og leggur hún til, að frv. verði vísað til ríkisstj. með sérstöku tilliti til þess, að nú er starfandi stjórnskipuð n. til þess að yfirfara og gera till. um breytingar á þeim l., sem hér er lagt til, að breyting verði gerð á. Það sýndist einsætt, að fyrst svo stóð á, væri það eðlilegast, að þessi atriði, sem frv. þetta tekur til, yrðu athuguð um leið og önnur efnisatriði heildarlaganna. Landbn. var sammála um þetta, eins og sjá má á nál. og þskj. nr. 396, og leggur því til, að frv. verði vísað til ríkisstj., eins og ég sagði áður.