22.03.1971
Efri deild: 71. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 1004 í B-deild Alþingistíðinda. (1183)

267. mál, laun forseta Íslands

Gils Guðmundsson:

Herra forseti. Ég er að sjálfsögðu ekki þess umkominn að deila við löglærða menn um þetta atriði, en frá sjónarmiði leikmanns, sem les þetta tiltölulega skýra ákvæði stjórnarskrárinnar, þá virðist a. m. k. mjög orka tvímælis, hvort hægt er að skýra ákvæðið svo rúmt eins og hér virðist gert, og ég vildi koma þeirri ábendingu á framfæri, ef svo skyldi nú hafa verið, að þetta hafi ekki verið kannað niður í kjölinn.