03.12.1970
Efri deild: 25. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 289 í B-deild Alþingistíðinda. (126)

2. mál, gjaldaviðauki

Frsm. (Ólafur Björnsson):

Herra forseti. Efni þess frv., sem hér liggur fyrir, er það að heimila hæstv. ríkisstj. að innheimta nokkur gjöld, svo sem frv. kveður nánar á um, með viðauka á næsta ári, eins og verið hefur. Þetta frv. var samþ. ágreiningslaust í hv. Nd., og eins og nál. fjhn. á þskj. 203 ber með sér, mælir n. einróma með því, að frv. verði samþ. óbreytt.