10.02.1971
Efri deild: 47. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 1734 í B-deild Alþingistíðinda. (1821)

174. mál, sala Neðri-Brekku í Saurbæjarhreppi

Frsm. (Jón Árnason):

Herra forseti. Frv. til l. um heimild fyrir ríkisstj. að selja jörðina Neðri-Brekku í Saurbæjarhreppi í Dalasýslu hefur verið til athugunar í landbn. Eins og fram kemur í nál., leitaði n. umsagnar um málið hjá landnámsstjóra og einnig hjá jarðeignadeild landbrn. Það er álit landnámsstjóra, að rétt sé að athuga nánar, áður en þessi jörð verður seld, hvort ekki sé rétt að skipta jörðinni milli tveggja jarða, sem þarna eiga land að, þ.e. bóndans í Bessatungu, eins og þetta frv. gerir ráð fyrir, og einnig bóndans í annarri nágrannajörð, þ.e. Fremri-Brekkum. Jarðeignadeildin mælir hins vegar með sölu jarðarinnar, eins og í frv. felst, og það sama kemur fram í fskj., sem frv. fylgir frá hreppsnefnd Saurbæjarhrepps. Landbn. mælir einróma með því, að frv. þetta verði samþ. og því verði að lokinni þessari umr. vísað til 3. umr.