26.03.1971
Efri deild: 76. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 84 í C-deild Alþingistíðinda. (2472)

278. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Frsm. (Jón Árm. Héðinsson) :

Herra forseti. Heilbr.-– og félmn. fjallaði um frv. um breyt. á l. nr. 51 1964 um tekjustofna sveitarfélaga, eins og það lá fyrir hjá n. á þskj. 550. Heilbr.-– og félmn. var sammála um, að hér væri hreyft við athyglisverðu máli, en fyrir liggur, að tekjustofnar sveitarfélaga eru í endurskoðun og þau mál munu einnig verða tekin til meðferðar í sambandi við skattafrv., sem væntanlega mun verða tekið til meðferðar á hv. Alþ. Að vísu var tekjustofn sveitarfélaga aðeins hliðarþáttur í þeirri heild, en engu að síður er hér hreyft við athyglisverðu máli, sem eðlilegt er, að þurfi nánari umhugsun og þar sem tími til þingloka er mjög stuttur, vorum við sammála um, að veita þessu jákvæðan stuðning og ætlast til þess, að málið yrði tekið til vinsamlegrar meðferðar. Því varð það samdóma niðurstaða, að rétt væri að vísa frv. til hæstv. ríkisstj. til velviljaðrar athugunar.