23.02.1971
Sameinað þing: 27. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 734 í D-deild Alþingistíðinda. (4517)

351. mál, raforkumál

Forsrh. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Það er sáralítið, sem ég þarf að segja, annað en það, að ef samningurinn hefði ekki verið gerður við álbræðsluna, þá hefði bara Áburðarverksmiðjan þurft að kaupa rafmagn miklu dýrara verði og haft miklu meiri kostnað heldur en hún hefur eins og sakir standa. Þetta er aðalefni málsins. En ég er hérna með þetta skriflegt, og þm. óskaði eftir því.