25.02.1971
Neðri deild: 53. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 783 í B-deild Alþingistíðinda. (647)

23. mál, framleiðnisjóður landbúnaðarins

Frsm. meiri hl. (Bjartmar Guðmundsson):

Herra forseti. Landbn. hefur flutt hér eina brtt. núna á milli umr. á þskj. 397. Hún er ekki orðmörg og ég ætla að leyfa mér að lesa hana: „Á undan 1. grein komi ný grein, er hljóði svo: 2. málsliður 3. gr. laganna falli niður“, en þessi málsliður, sem lagt er til að falli niður, hljóðar svo í lögunum: „Af því fé, sem ráðstafað verður úr sjóðnum á ári hverju eftir 1976, má eigi verja meiru en 1/3 hluta til styrkveitinga.“ Eins og menn heyra, þá er breytingin einungis í því fólgin, að þetta atriði er numið úr lögunum, að hlutföllin milli styrkveitinga og lána séu eins og þar er greint, heldur er þetta óbundið og ræður þá stjórn sjóðsins, hvað hún veitir af lánum og hvað af styrkjum. Ég ætla, að þetta sé glöggt og þetta liggi ljóst fyrir og þetta er tillaga frá landbn.