11.10.1971
Sameinað þing: 0. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 13 í B-deild Alþingistíðinda. (10)

Kosning forseta

Forseti (EystJ):

Ég þakka kosninguna. Ég mun kappkosta góða samvinnu við þingheim og vona, að samstarfið verði gott.

Samkv. sérstakri ósk verður kosningu varaforseta frestað og því ekki fleira tekið fyrir að sinni og fundi frestað, en fram haldið kl. 14.00 á morgun.

Fundi frestað.

Miðvikudaginn 13. okt. var fundinum enn fram haldið.

Hinn kjörni forseti lét fyrst fara fram kosningu fyrri varaforseta. Kosinn var

Gunnar Thoroddsen, 5. þm. Reykv., með 59 atkv.

Þá fór fram kosning annars varaforseta, og hlaut kosningu

Eðvarð Sigurðsson, 8. þm. Reykv., með 39 atkv., en 21 seðill var auður.

Kosning skrifara.

Þessu næst voru kosnir skrifarar sameinaðs þings, að viðhafðri hlutfallskosningu. Fram komu tveir listar, og var á A-lista BGuðbj, en á B-lista LárJ. — Þar sem ekki voru fleiri menn tilnefndir en kjósa skyldi, lýsti forseti yfir, að kosnir væru án atkvgr.:

Bjarni Guðbjörnsson, 4. þm. Vestf., og

Lárus Jónsson, 5. þm. Norðurl. e.

Kjörbréfanefnd.

Þá fór fram kosning kjörbréfanefndar. Fram komu þrír listar, sem á voru samtals jafnmörg nöfn og menn skyldi kjósa. Samkv. því lýsti forseti yfir, að kosnir væru án atkvgr.:

Björn Fr. Björnsson (A),

Matthías Á. Mathiesen (B),

Jón Skaftason (A),

Pálmi Jónsson (B),

Björn Jónsson (A),

Ragnar Arnalds (A),

Pétur Pétursson (C).