12.05.1972
Neðri deild: 76. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 1601 í B-deild Alþingistíðinda. (1459)

238. mál, höfundalög

Gunnar Gíslason:

Herra forseti. Það er raunar óþarft fyrir mig að koma hér í ræðustólinn til þess eins að lýsa stuðningi mínum við þetta frv., því að ég hef átt sæti í þeirri n„ sem hefur um málið fjallað, og n. hefur afgr. þetta samhljóða frá sér. Þó að ég væri ekki viðstaddur á síðasta fundi n., þegar frv. var afgr., var afstaða mín til málsins sú, að ég studdi það. Ég bar að vísu fram eina brtt. við það, eins og ég sagði frá á fundi hér í hv. þd. í fyrradag, en tók hana til baka. Ég skýrði ástæðurnar fyrir því, en ég vil gjarnan láta þetta koma fram hér og tek þá undir með hv. síðasta ræðumanni, að með samþykkt þessa frv. er Alþ. Íslendinga að lýsa andstyggð sinni á því þrælahaldi, sem ríkir í hinum kommúníska heimi yfir skáldum og rithöfundum.