10.05.1972
Neðri deild: 74. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 2053 í B-deild Alþingistíðinda. (2325)

253. mál, þingsköp Alþingis

Eysteinn Jónsson:

Herra forseti. Það eru aðeins fáein orð til þess að mæla með þeirri till., sem hér er flutt skrifl. af hálfu hv. alþm. Péturs Sigurðssonar og Ingólfs Jónssonar, þ. e. hv. 10. þm. Reykv. og hv. 1. þm. Sunnl. Ég vil mæla með þessari till. Mér finnst hún skynsamleg og eðlileg og tel, að hún mundi bæta vinnubrögð í Sþ. Allshn. er orðin ofhlaðin málum, en málin mundu dreifast og verða n. viðráðanlegri með þessu lagi. Ég víl mæla með þessari till.